#55 „Já, þetta er varaliturinn hennar mömmu“ - Jón Gnarr

„Ég hef alla tíð verið frekar ringlaður og svo er ég bullukollur og rugludallur. Ef það er einhver hæfileiki sem ég hef þá er það þvaður. Ég get þvaðrað endalaust.“ segir Jón Gnarr meðal annars í samtali sem átti að vera 30 til 45 mínútur um kallakalla og vináttu en leiddist út í 75 mínútna spjall um allskonar. Enda er ekki auðsótt að leiða samtal við Jón Gnarr inn á eina braut. 

Samtalið fer þó á þær brautir sem ég vildi snerta á þar sem við ræddum um kallakallinn sem hefur stundum af honum völdin, hvernig það er að vera hvítur miðaldra karlmaður, afahlutverkið, foreldrahlutverkið, karllægni íslenskunnar, karlmennsku og upphandleggsvöða, karldýrkunina í okkar samfélagi, móðurmissinn, borgarstjórnartímann og vináttu svo fátt eitt sé nefnt.

Þátturinn er tekinn upp í stúdíó Macland og er í boði Dominos, Veganbúðarinnar og The Body Shop og bakhjarla Karlmennskunnar (karlmennskan.is/styrkja).

Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson

Intro: Futuregrapher

Outro: Jói P. og Króli - ON (instrumental)

Previous
Previous

#59 „Síðastur í markið er hommi“ - Ástrós Anna Klemensdóttir

Next
Next

#54 „Sjáið þetta ógeð hérna“ - Aron Daði Jónsson og Arna Magnea Danks