#54 „Sjáið þetta ógeð hérna“ - Aron Daði Jónsson og Arna Magnea Danks
Ég hafði lengi frestað því að taka upp þennan hlaðvarpsþátt eða fara inn í transmálefni, einfaldlega vegna þess að ég var svo hræddur um að spyrja heimskulegra spurninga, koma upp um fordóma mína og fáfræði og vera meiðandi. Spyrja meiðandi, klúðurslegra spurninga. Þess vegna reyndi ég að undirbúa mig vel, átti samtal við ráðgjafa hjá Samtökunum 78 og tók forviðtal við annan viðmælandann minn.
Markmiðið mitt var að öðlast betri skilning á trans og í leiðinni nýta mitt platform til að varpa ljósi á reynsluheim tveggja transeinstaklinga. Reyna að skilja hvernig upplifun það er að tilheyra ekki því kyni sem þér var úthlutað við fæðingu. Að vera ekki sískynja eins og ég, eitthvað sem ég tek sem gefnu enda valdi ég ekki kyn mitt. Sama er að segja um trans, þú velur ekki kyn þitt og þetta snýst ekki um að skilgreina sig eða upplifa neitt. Þetta er spurningin um hver þú ert.
Aron Daði og Arna Magnea tala auðvitað ekki fyrir hönd allra transeinstaklinga en þeirra reynsla, viðhorf og sjónarhorn veita okkur, sem ekki erum trans, mikilvæga innsýn sem vonandi slær á fordóma sumra okkar. Því transfóbía, útilokun og ofbeldi þekkist svo sannarlega í okkar samfélagi og hindrar sum í að fá að vera þau sem þau eru.
Þátturinn er tekinn upp í stúdíó Macland og er í boði Dominos, Veganbúðarinnar, The Body Shop og bakhjarla Karlmennskunnar (karlmennskan.is/styrkja).
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson | Intro/Outro: Futuregrapher