NO FUCKING WAY
„Ég er alveg hrædd við að viðurkenna að ég sé buguð í sumarfríi með börnunum mínum.“ segir Hulda Jónsdóttir Tölgyes sálfræðingur og móðir í samtali við makann sinn, mig, Þorstein V. Einarsson í 42. hlaðvarpsþætti Karlmennskunnar þar sem við gerum upp sumarfríið með börnunum okkar og ómeðvitaða ójafna skiptingu ábyrgðar í foreldrahlutverkinu. Ójöfn ábyrgð á heimilis- og fjölskyldulífi er eitt af því sem skapar og viðheldur misrétti sem nærð er af samfélagslegum hugmyndum um kynhlutverk. Rannsóknir hafa t.d. varpað ljósi á að það geti verið meiri vinna fyrir konu að eiga karlkyns maka heldur en að vera einstæð móðir. Með þessa vitneskju í huga og mikinn vilja til að deila ábyrgðinni jafnt ákváðum við að kryfja sumarfríið okkar hjóna með börnunum og hið ósýnilega mental load sem virðist nánast ómögulegt að skipta jafnt.
ÓSÝNILEGA MENTAL LOADIÐ
„Held að þetta snúist um hvað er að gerast í hausnum á mér og hvað er að gerast í hausnum á þér til dæmis þegar við erum heima. Hver forgangsröðunin okkar er. [...] Held að konur almennt hugsi öðruvísi en karlkyns makar þeirra um tímann, allt sem á eftir að gera og svoleiðis. [...] Ég geri t.d. aldrei ráð fyrir að ég geti verið með hugann í vinnunni þegar ég kem heim á meðan ég held að það flæði aðeins út fyrir línurnar hjá þér því ég er í raun búin að covera vaktina.“, segir Hulda í tilraun sinni til að útskýra fyrir mér hvernig ósýnilega mental loadið birtist. Þrátt fyrir mikinn vilja af minni hálfu, gegnsýrður upplýsingum og að horfa aldrei á fótbolta, spila ekki tölvuleiki eða annað álíka, tekst mér ekki að deila ábyrgð heimilisins jafnt með Huldu.
Á staðnum en samt ekki
„Ég upplifi stundum eins og menn í kringum mig hagi sér eins og ég á það til að gera þegar ég fer með börnin heim til mömmu í heimsókn. Þá get ég aðeins sest niður, hún gefur mér kaffi og fer að leika við stelpuna okkar. Þá er hún á vaktinni og ég get aðeins chillað. [...] Pabbarnir eru oft á staðnum, en eru meira offline og ekki á vaktinni. Kannski á bakvakt ef mamman beinir barninu til þeirra.”, segir Huldu og vísar til þess hvernig ég á það til að zona út í símanum yfir morgunmatnum. Taka frívaktina og velta þannig, ómeðvitað, byrði á hana. Þrátt fyrir að telja mig meðvitaðan, ég sé bara rétt að kíkja og upplifi mig á staðnum þá er það ekki sameiginleg upplifun okkar.
Þetta og fleira tengt ósýnilegu mental loadi ræðum við Hulda í 42. hlaðvarspþætti Karlmennskunnar.
Hlustaðu á
Spotify https://spoti.fi/3lf0vrn
Podcasts https://apple.co/2VrtFbC
Þátturinn er tekinn upp í stúdíó Macland og er í boði Veganbúðarinnar og The Body Shop.