Nokkrir vinsælir hlaðvarpsþættir

Ef þú hefur áhuga á innihaldsríku, upplýsandi og málefnalegu hlaðvarpi um jafnréttismál ætti hlaðvarpið Karlmennskan að höfða til þín.

👉Viðmælendur búa fyrst og fremst yfir sérþekkingu, menntun eða reynslu sem liggur til grundvallar málefnalegrar umræðu. Markmið hlaðvarpsins er nefnilega ekki að útvarpa umdeildum og meiðandi skoðunum þekktra einstaklinga né skapa villandi fyrirsagnir. Heldur bæta við eða pota í samfélagslega umræðu og orðræðu.

🤩Nokkur dæmi um þætti sem eru nú þegar aðgengilegir á Spotify og Podcasts:

#39 „Hvað eigum við að öskra þetta lengi?!” spyrja fulltrúar ÖFGA sem ætla sér að fella feðraveldið. Ólöf Tara og Hulda Hrund ræða kynferðisofbeldi, mengandi og styðjandi kvenleika og velta fyrir sér umhverfi sem virðist ekki vilja að talað sé um gerendur og ofbeldi.

#34 „Fimm kílóum frá því að vera hamingjusamur” er um reynsluheim tveggja karla af fitufordómum og hvernig þeir lituðu sjálfsmynd þeirra og líf.

#27 „Ónýtasta ráðið er að fara ekki ósátt að sofa” með Ólafi Grétari fjölskyldu- og hjónaráðgjafa um foreldrahlutverkið, sambönd og ábyrgð feðra í uppeldi.

#14 „Tiktok og gamer menningin” með Dagnýju Höllu sem veitir okkur innsýn í eitraða menningu tölvuleikjanna, algorithmann á Tiktok og viðmótið sem ungir strákar sýna stúlkum í tölvuleikjaheiminum.

#9 „Mental load: hjónin Hulda og Þorsteinn” þætti sem hefur lýst sem tragikómísku realískum listgjörningi en er bara samtal hjóna um ójafna skiptingu ábyrgðar á heimilis- og fjölskylduhaldi.

#4 „Nafnlausu skrímslin" um nauðgunarmenningu, skrímslavæðingu og gerendameðvirkni og hvort mögulegt sé að útrýma ofbeldi.

📻Þú finnur hlaðvarpið karlmennskan á

Spotify: https://spoti.fi/2URs2DO

Podcasts: https://apple.co/3wHLXmf

Það er Macland, Veganbúðin og The Body Shop sem bjóða upp á hlaðvarpið Karlmennskan.

Previous
Previous

„Þar er alveg menning fyrir því að selja stelpur undir borðið.“

Next
Next

„Hvað eigum við að öskra þetta lengi!?“