#63 „Viðurkennum að það geti ekki hver sem er leyst þessi mál“

Sérfræðingarnir úr pallborði Kveiks í hreinsunarþætti eftir Hreinsunareld Þóris Sæmundssonar eru viðmælendur í nýjasta hlaðvarpsþætti Karlmennskunnar. Skiptar skoðanir eru á gagnsemi umfjöllunar Kveiks en ljóst er að sérfræðingarnir komu ekki öllu frá sér sem þeir vildu og jafnvel komu aðeins hálfkláraðri hugsun frá sér. Enda hafa sérfræðingarnir úr pallborðinu gagnrýnt þáttinn sem þau tóku þátt í. Sum þeirra talað um of lítinn tíma, of leiðandi spurningar Þóru, þau hefðu ekki komið öllu að eða ekki nógu rétt haft eftir þeim og síðan mátti skynja að sérfræðingarnir væru innbyrðis ósammála.

Markmið 63. hlaðvarpsþáttar Karlmennskunnar er að draga fram þau atriði sem sérfræðingarnir brunnu inni með, það sem þau hefðu viljað koma betur að eða skýra nánar. Einnig að kryfja nánar atriði sem þarf að ræða og skýra í tengslum við gerendur, þolendur og ofbeldi. Hvað t.d. átti Katrín við, þegar hún talaði um að það vantar „handrit“ fyrir gerendur? Hvers vegna voru þau ósátt við þáttinn í heild sinni?

Ólöf Tara Harðardóttir, Katrín Ólafsdóttir og Þórður Kristinsson áttu klukkutíma samtal áður en við bjölluðum stuttlega á Sóley Tómasdóttur. Þú getur hlustað á þáttinn í spilaranum eða á helstu hlaðvarpsveitum.

Previous
Previous

Vinsælustu hlaðvarpsþættir Karlmennskunnar 2021

Next
Next

Réttlæti?